Engin desemberuppbót

Vinnumálastofnun greiðir í dag rúmlega 1,84 milljarða kr. í atvinnuleysistryggingar …
Vinnumálastofnun greiðir í dag rúmlega 1,84 milljarða kr. í atvinnuleysistryggingar fyrir nóvember. mbl.is

Ekki verður greidd desemberuppbót úr atvinnuleysistryggingarsjóði, en þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að þetta sé komið á framfæri vegna fyrirspurna. Þá segir að greiðslur verði því með hefðbundnu sniði um þessi mánðaðarmót.

Í dag greiðir Vinnumálastofnun rúmlega 1,84 milljarða kr. í atvinnuleysistryggingar fyrir nóvember til um 14.100 einstaklinga. Heildargreiðslur fyrir október námu 1.824.362.062 kr. og var þá greitt til 14.231 einstaklings, segir jafnframt á vef Vinnumálastofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert