Í fangelsi fyrir að stela nautalundum

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt konu í þriggja mánaða fang­elsi fyr­ir að stela 2 pökk­um af nauta­lund­um úr versl­un Hag­kaupa í Kringl­unni nú í sum­ar. Einnig stal kon­an kyn­lífs­leik­fangi úr versl­un­inni Adam og Evu, sem metið var á tæp­ar 5000 krón­ur.

Kon­an játaði brot­in. Hún hef­ur áður verið dæmd fyr­ir um­ferðarlaga­brot, fíkni­efna­brot og þjófnað og rauf með brot­un­um nú skil­orð eldra dóms, sem var því tek­inn upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka