Íslandi boðið til makrílviðræðna

Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur hafa boðið Íslandi til viðræðna um heildarstjórnun makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi og hefur Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, þekkst boðið.

Jón gaf nýlega út reglugerð sem heimilar einhliða veiðar íslenskra skipa á 130.000 tonnum af makríl á árinu 2010. Var þá bent á að Íslendingum var ekki boðið að sitja fund annarra strandríkja nú í nóvember á jafnréttisgrundvelli. Á þeim fundi, sem haldinn var í Edinborg, slitnaði hins vegar. 

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir, að á fundi, sem haldinn verður í mars, verði  m.a. rætt um aflahámark, skiptingu afla milli aðila, aðgang að lögsögu, vísindasamstarf og eftirlit með veiðum.
Aðilar séu sammála um nauðsyn þess að strandríkin fjögur, sem öll eigi hagsmuna að gæta, komi á sameiginlegri stjórnun veiða úr þessum mikilvæga stofni til að tryggja sjálfbæra nýtingu.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert