Íslendingum hefur ekki verið hótað

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, ít­rekaði eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í dag að ekki væri verið að leyna Íslend­inga neinu í tengsl­um við Ices­a­ve-samn­ing­ana. Hins veg­ar væri ým­is­legt, sem komi fram í sam­töl­um manna, sem ekki eigi er­indi í ræðustól Alþing­is og upp­lýs­ing­ar um slíkt gætu skaðað hags­muni Íslend­inga. Stein­grím­ur aftók aðspurður, að Íslend­ing­um hefði verið hótað í mál­inu með nein­um hætti.

Stein­grím­ur sagði á Alþingi í gær, að flýta verði af­greiðslu Ices­a­ve-máls­ins, bæði af ástæðum sem vel væru þekkt­ar og einnig af ástæðum sem ekki væri hægt að fara með í ræðustól Alþing­is.

Fram kom hjá Stein­grími í dag, að stjórn­völd vonuðust til að niðurstaða fá­ist í Ices­a­ve-mál­inu á Alþingi í vik­unni. Sagði hann það slæmt þegar  stjórn­ar­andstaða tefði fyr­ir lýðræðis­lega kjörnu þingi eins og gert hefði verið í 2. umræðu um Ices­a­ve-frum­varpið.

Sendi­nefnd frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum er kom­in til lands­ins til að fara yfir for­send­ur sam­komu­lag sjóðsins og Íslands. Verður meðal ann­ars farið yfir for­send­ur fjár­laga og þróun þjóðhags­for­sendna.

Steingrímur J. Sigfússonþ
Stein­grím­ur J. Sig­fús­sonþ mbl.is/​Jón Pét­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert