Stúdentar lögðu í dag krans að leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Um er að ræða hefðbundinn lið á dagskrá stúdentadagsins 1. desember á fullveldisafmæli Íslands.
Dagskráin í Háskóla Íslands hófst klukkan 10 og klukkan 12 hófst samkoma á Háskólatorgi þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði meðal annars stúdenta.