Matarkistur Fjölskylduhjálparinnar tómar

Fjölskylduhjálp Íslands er til húsa að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík.
Fjölskylduhjálp Íslands er til húsa að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík.

Fjölskyldhjálp Íslands biðlar til þjóðarinnar um aðstoð fyrir jólin. Fram kemur í tilkynningu að matarkistur og skápar fjölskylduhjálparinnar séu tómar.

Fram kemur að stór hópur atvinnulausra og annarra sem minna mega sín í þjóðfélaginu reiði sig á ástoð Fjölskylduhjálparinnar um jólahátíðina.
 
Klukkan 11 í dag muni fulltrúar frá Háskólanum í Reykjavík koma með 600 flíkur, jólaföt og annan fatnað, sem hafi safnast meðal kennara og nemenda á nokkrum dögum. 

Þá kemur fram að tekið sé á móti fatnaði og matföngum að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík þriðjudaga milli kl. 9-13, á miðvikudögum kl. 9-18 og á fimmtudögum milli kl. 9-13.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert