Enginn samdráttur er merkjanlegur í spurn eftir jólaskreytingum hjá garðyrkjufyrirtækinu Garðlist ehf. Síðastliðinn föstudag, þegar snjóaði á höfuðborgarsvæðinu, virtist sem margir vöknuðu til vitundar um að fyrsti sunnudagur í aðventu væri að renna upp.
Brynjar Kjærnested, framkvæmdastjóri Garðlistar, sagði að þeir hefðu vart haft undan við að svara símanum og margir beðið um jólaljósaskreytingar. Þrír vinnuhópar hefðu verið önnum kafnir undanfarna daga við að setja upp jólaljós og annað skraut víða á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er fjórði veturinn sem Garðlist býður upp á jólaskreytingar.