Neyðin mikil í samfélaginu

Það er ljóst að nú sverfur að hjá mörgum fjölskyldum sem eiga í  fjárhagsörðuleikum í kjölfar bankahruns og því atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið. Eftir síðustu úthlutun hjá fjölskylduhjálpinni eru allir skápar tómir og er það ekki oft sem slíkt gerist.

Fjölskyldhjálp Íslands biðlar til þjóðarinnar um aðstoð fyrir jólin. Fram kemur í tilkynningu að matarkistur og skápar fjölskylduhjálparinnar séu tómar.

Aldrei þurft að aðstoða jafnmarga

Við síðustu úthlutun aðstoðaði Fjölskylduhjálpin 430 fjölskyldur með matargjöfum og er það met sem hefur ekki verið slegið áður.

Stór hópur atvinnulausra og annarra sem minna mega sín í þjóðfélaginu reiða sig á ástoð Fjölskylduhjálparinnar um jólahátíðina.
 
Fulltrúar frá Háskólanum í Reykjavík komu færandi hendi í morgun með 600 flíkur, jólaföt og annan fatnað, sem hafi safnast meðal kennara og nemenda á nokkrum dögum.

Tekið er á móti fatnaði og matföngum að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík þriðjudaga milli kl. 9-13, á miðvikudögum kl. 9-18 og á fimmtudögum milli kl. 9-13.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert