Ölgerðin sagði í gær upp 35 starfsmönnum og sagði Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, ástæðuna þá að verið væri að bregðast við minnkandi eftirspurn vegna skattahækkana.
Forstjóri Vífilfells, Árni Stefánsson, sagði við Morgunblaðið í morgun að fyrirtækið glímdi við sama vanda og Ölgerðin en væri með allar klær úti til að afla nýrra verkefna svo ekki þyrfti að koma til uppsagna.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði það vissulega slæmt þegar fyrirtæki segðu upp starfsmönnum en sagði ennfremur að íslensk framleiðslufyrirtæki stæðu styrkjum fótum við hlið fyrirtækja sem flyttu inn vörur.