Talið að skilanefnd muni ganga að tilboði stjórnvalda

Höfuðstöðvar Arion-banka.
Höfuðstöðvar Arion-banka. Árni Sæberg

Frestur skilanefndar Kaupþings til að ganga að tilboði stjórnvalda um að eignast 87% hlut í Arionbanka rann út á miðnætti í nótt og er ákvörðunar að vænta í dag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var seint í gærkvöldi verið að ganga frá lausum endum og allar líkur taldar á að skilanefndin gengi að tilboðinu, sem þýðir að eignarhlutur ríkisins í Arion verður 13%.

Ákveði skilanefndin hins vegar að hún vilji ekki eignast þennan hlut núna mun hún samt geta það síðar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert