Vannst ekki tími til fyrr

Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson.
Í rannsóknarnefndinni sitja Sigríður Benediktsdóttir, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson. Ómar Óskarsson

Nefnd­ar­mönn­um í rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is um banka­hrunið verður veitt vernd gegn máls­höfðun fyr­ir inn­lend­um dóm­stól­um vegna þess sem hugs­an­lega mun koma fram í skýrslu nefnd­ar­inn­ar. Jafn­fram er áréttað að ís­lenska ríkið greiddi all­an kostnað við rekst­ur máls­ins fyr­ir er­lend­um dóm­stóli og eft­ir at­vik­um aðrar áfalln­ar kröf­ur. Þetta er meðal ákvæða í frum­varpi, sem for­sæt­is­nefnd Alþing­is hef­ur lagt fram.

Aðspurð seg­ir Ásta Ragn­heiðar Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is, að ekki hafi unn­ist tími til þess að hugsa fyr­ir þessu  þegar lög­in um rann­sókn­ar­nefnd­ina voru sett á sín­um tíma þar sem vinna hafi þurft hratt.

„Rann­sókn­ar­nefnd­in hef­ur aðgang að mjög viðkvæm­um upp­lýs­ing­um þar sem hags­mun­ir vegna friðhelgi einka­lífs eða fjár­hags þurfa að víkja fyr­ir al­manna­hags­mun­um. Sam­kvæmt frum­varp­inu þá er þess­ari rann­sókn­ar­nefnd skylt að upp­lýsa um þessi atriði í skýrsl­unni ef ástæða þykir til vegna al­manna­hags­muna. Þess vegna þarf að verja þá fyr­ir því að þeir verði sótt­ir til saka fyr­ir það,“ seg­ir Ásta.

Ásta bend­ir á rann­sókn­ar­nefnd­ir eða sann­leiksnefnd­ir séu viðtekn­ar í ná­granna­lönd­um okk­ar og tek­ur fram að horft sé til reynsl­unn­ar af þeim við laga­setn­ing­una hér. Tek­ur hún fram að þar þekk­ist að hafi nefnd­irn­ar aðgang að viðkvæm­um per­sónu­upp­lýs­ing­um sem þeim sé skylt að upp­lýsa um þá njóti þeir vernd­ar gegn máls­höfðun.

Laga­frum­varpið

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka