Vilja minnisvarða um samþykkt Icesave

Hópur áhugamanna hefur sett á laggirnar vefsíðuna www.iceslave.is og er markmiðið að safna fé til að reisa minnisvarða úr steini um þá þingmenn sem samþykkja lögin um rikisábyrgð á Icesave, sitja hjá við atkvæðagreiðsluna eða koma sér hjá þátttöku.

Verða nöfn þeirra greypt í steininn og einnig nafn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, ef hann staðfestir lögin.

Í fréttatilkynningu segir að reynt verði að finna góðan listamann til að skapa verkið fyrir hóflegt fé og óskað verði eftir stað fyrir minnisvarðann í miðborg Reykjavíkur.

Sjá nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert