Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin

Andri Snær Magnason rithöfundur.
Andri Snær Magnason rithöfundur. mbl.is/Frikki

Alfred Toepfer stofnunin í Hamborg hefur tilkynnt að Andri Snær Magnason fái Kairos verðlaunin árið 2010, en þau eru talin ein mikilvægustu menningarverðlaun Evrópu.

Fram kemur í tilkynningu að verðlaunaafhendingin muni fara fram í Hamborg þann 28. febrúar nk. Verðlaunaféð  nemur 75.000 evrum eða rúmum 13 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi.
 
Toepfer stofnunin hefur um langt skeið veitt verðlaun á sviði menningar og lista í Evrópu en áður hafa listamenn eins og Harold Pinter, Pina Bausch, Imre Kertesz, David Hockney og Ólafur Elíasson verið meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaun frá stofnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka