Litlar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna undanfarinn mánuð, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins. Þá er stuðningur við ríkisstjórnina nánast óbreyttur frá því fyrir mánuði.
Um 32% þátttakenda í könnuninni sögðust myndu kjósa Sjáfstæðisflokkinn væri gengið til kosninga nú. 26% sögðust myndu kjósa Samfylkinguna, tæplega 23% Vinstrihreyfinguna-grænt framboð og 16% Framsóknarflokkinn. Rúmlega 1% sagðist myndu kjósa Hreyfinguna.
Þá sögðust 47% styðja ríkisstjórnina. Í maí, skömmu eftir að stjórnin var mynduð, sögðust 60% styðja hana.
Könnunin stóð yfir undanfarinn mánuð. Voru hátt í 6000 manns spurðir og svöruðu 70%.