Mikill meirihluti bóka prentaður hér

Samkvæmt könnun, sem Bókasamband Íslands hefur gert á prentstað íslenskra bóka í ár, kemur fram að 79% bókanna eru prentaðar hér á landi. Er þetta mikil breyting frá síðasta ári þegar um 53% bóka voru prentuð hér. 

Segir Bókasambandið, að um sé að ræða hæsta hlutfall á prentun bókatitla innanlands frá því að könnun þessi var gerð fyrst árið 1998. Alls eru bókatitlar í Bókatíðindum ársins 673 en voru 710 árið 2008.

Af þessum 673 bókum voru 529 prentaðar hér á landi, 63, eða 9,4%, prentaðar í Asíu og 47 eða 7%, prentaðar í Evrópu utan Norðurlandanna. Á Norðurlöndum voru 34 bækur, eða 5%, prentaðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert