Skipuð ráðuneytisstjóri

Ásta Magnúsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra hef­ur skipað Ástu Magnús­dótt­ur í embætti ráðuneyt­is­stjóra mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is frá og með 1. des­em­ber 2009.

Ásta lauk LLM í Evr­ópu­rétti frá Há­skól­an­um í Leicester árið 2009 og 1989 lauk hún cand. jur. frá laga­deild Há­skóla Íslands. Und­an­far­in ár hef­ur Ásta starfað sem skrif­stofu­stjóri hjá EFTA í Brus­sel og stýrt skrif­stofu sem ann­ast rekst­ur EES-samn­ings­ins að því er varðar frjálsa för fólks, fjár­magns og þjón­ustu. Einnig heyr­ir und­ir skrif­stof­una þátt­taka EES/​EFTA ríkj­anna í sam­starfs­áætl­un­um ESB á sviði rann­sókna og ný­sköp­un­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála, mál­efni ung­menna o.fl.

Um­sókn­ar­frest­ur um embætti ráðuneyt­is­stjóra rann út hinn 20. nóv­em­ber sl. og bár­ust sam­tals 25 um­sókn­ir um embættið, þar af þrett­án kon­ur og tólf karl­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert