Skipuð ráðuneytisstjóri

Ásta Magnúsdóttir.
Ásta Magnúsdóttir.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ástu Magnúsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis frá og með 1. desember 2009.

Ásta lauk LLM í Evrópurétti frá Háskólanum í Leicester árið 2009 og 1989 lauk hún cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Ásta starfað sem skrifstofustjóri hjá EFTA í Brussel og stýrt skrifstofu sem annast rekstur EES-samningsins að því er varðar frjálsa för fólks, fjármagns og þjónustu. Einnig heyrir undir skrifstofuna þátttaka EES/EFTA ríkjanna í samstarfsáætlunum ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar, mennta- og menningarmála, málefni ungmenna o.fl.

Umsóknarfrestur um embætti ráðuneytisstjóra rann út hinn 20. nóvember sl. og bárust samtals 25 umsóknir um embættið, þar af þrettán konur og tólf karlar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert