Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd

Þingmenn eru brúnaþungir yfir Icesave-umræðunni.
Þingmenn eru brúnaþungir yfir Icesave-umræðunni. Heiðar Kristjánsson

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, greindi þingmönnum frá því fyrir skömmu að þingfundi verði haldið áfram þar til mælendaskrá er tæmd. Fjórtán þingmenn eru enn á mælendaskrá, allir úr stjórnarandstöðunni. Umræðuefnið er sem fyrr frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga.

Þingfundi var framhaldið kl. 20 eftir kvöldmatarhlé. Í um tuttugu mínútur komu þingmenn í ræðustól einn á fætur öðrum til að ræða fundarstjórn forseta. Flestir óskuðu þeir eftir því að forseti greindi frá hvenær fundi lyki, s.s. til að geta skipulagt tíma sinn. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, minnti forseta einnig á að nefndarfundir eru boðaðir kl. 8.30 í fyrramálið.

Bein útsending frá Alþingi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert