Umræða um Icesave hafin aftur

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Umræða um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar hófst að nýju á Alþingi á 12. tímanum í dag. Fimmtán þingmenn eru nú á mælendaskrá um málið. Um er að ræða 2. umræðu um frumvarpið, sem hófst fimmtudaginn 19. nóvember.

Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram 22. og 23. október á Alþingi og það fór síðan til fjárlaganefndar. 1. umræða stóð yfir samtals í rúmar átta klukkustundir. 2. umræða hefur nú staðið yfir í samtals í um 50 stundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert