Rósa Dögg Flosadóttir, settur forstjóri Útlendingastofnunar, segir að tónlistarmanninum Ben Frost hafi ekki verið synjað um framlengingu á tímabundnu dvalarleyfi, sem dvöl hans hér hafi byggst á, heldur hafi honum verið synjað um búsetuleyfi sem sé ótímabundið.
„Það er rétt að taka skýrt fram að það er ekki verið að meina honum frekari dvöl hér á landi,“ segir hún.
Sá sem fær búsetuleyfi þarf að hafa búið hér í a.m.k. fjögur ár, á grundvelli tímabundins dvalarleyfis. Meðal skilyrða fyrir veitingu slíks leyfis er svokölluð trygg framfærsla. Útlendingastofnunin hafi ekki talið þessum skilyrðum uppfyllt og var umsókninni synjað.