Fundi frestað á sjötta tímanum

Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson.
Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson. Heiðar Kristjánsson

Þingfundi lauk langt gengin sex í morgun, en umræðunni um Icesave er enn ólokið. Forseti Alþingis lýsti því yfir í gærkvöldi að fundi yrði haldið áfram þar til mælendaskrá væri tæmd, en þegar fundi var frestað í morgun biðu enn tíu þingmenn eftir að taka til máls. 

Allt bendir því til þess að umræðunni um málið verði haldið áfram í dag. Sem fyrr stendur tillaga stjórnarandstöðuflokkanna um að gert verði hlé á umræðunni og skattahækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar tekin á dagskrá svo unnt verði að koma þeim til efnahags- og skattanefndar. ikvæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert