Gert að greiða myntkörfulán

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi í dag karl­mann til að greiða rúm­ar 4,3 millj­ón­ir króna mynt­körfulán sem hann hafði tekið hjá SP fjár­mögn­un. Var ekki fall­ist á þá kröfu manns­ins að lánið hafi verið ólög­legt þar sem SP fjár­mögn­un hafi ekki verið heim­ilt að binda af­borg­an­ir láns­ins við gengi jap­ansk jens og sviss­neska franka sam­kvæmt ákvæðum laga um vexti og verðtrygg­ingu.

Maður­inn hafði gert kaup­leigu­samn­ing um bif­reið við SP fjár­mögn­un og var samið um greiðslu í japönsk­um jen­um og sviss­nesk­um frönk­um.

Fall­ist var á með SP fjár­mögn­un að heim­ilt hefði verið að binda af­borg­an­ir láns­ins í ís­lens­um krón­um við gengi krón­unn­ar gagn­vart japönsku jeni og sviss­nesk­um frönk­um.  Maður­inn hafi vit­andi vits tekið lán í er­lendri mynt. Lög stæðu ekki í vegi fyr­ir að hægt væri að krefjast skila á sam­bæri­legu verðmæti og lánað var.

Er mann­in­um því gert að greiða 4.307.833 krón­ur ásamt drátt­ar­vöxt­um frá 27. janú­ar 2009 til greiðslu­dags auk 400.000 króna í máls­kostnað.

Seg­ir í niður­stöðu héraðsdóms að ekki valdi sá er var­ar og lán­tak­and­an­um hafi mátt vera ljóst að greiðslur hans sam­kvæmt samn­ingi aðila voru bundn­ar við gengi jap­ansks jens og sviss­nesks franka gagn­vart ís­lenskri krónu og að slíku fylgdi áhætta. 

„Geng­isþróun hef­ur orðið flest­um Íslend­ing­um und­an­farið ákaf­lega óhag­feld.  Á þeirri þróun get­ur SP-fjár­mögn­un hf. hins veg­ar ekki borið ábyrgð.  Þá er ósannað að SP-fjár­mögn­un hf. hafi með ein­hverj­um hætti nýtt sér hugs­an­lega fákunn­áttu (NN) um gjald­eyr­is­mál eða stuðlað að því að hon­um hafi hugs­an­lega verið gefn­ar rang­ar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar um þau efni eða geng­is­trygg­ingu leigu­greiðslu.  Ekki eru því efni til að víkja frá þeirri meg­in­reglu ís­lensks samn­ings­rétt­ar að samn­ing­ar séu skuld­bind­andi fyr­ir aðila þeirra," seg­ir í dómi héraðsdóms.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert