Hótanir ekki frá ESB

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir Ómar Óskarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að Evrópusambandið hefði ekki haft uppi hótanir vegna Icesave-málsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks, spurði hana út í ummæli fjármálaráðherra frá því í gær.

Þorgerður vísaði í ræðu fjármálaráðherra en í henni sagði hann að ESB hefði haft uppi grímulausar hótanir vegna Icesave-málsins og að endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði verið í gíslingu vegna málsins.

Jóhanna sagði einhvern misskilning í gangi. Fjármálaráðherra hefði vísað til hótanna Breta á haustdögum 2008, þegar þeir hótuðu að segja upp EES-samningnum. Hún sagðist hins vegar ekki vita til þess að ESB hafi verið með neinar hótanir í þessum málum.

Þorgerður sagði forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar enn og aftur margsaga. Hún fór einnig út í málflutning stjórnarandstöðunnar í Icesave-málinu og sagði hann ekki til þess gerðan að koma stjórninni frá. „Þið eruð fullfær um að stúta ykkur sjálf,“ sagði Þorgerður.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert