Hótanir ekki frá ESB

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir Ómar Óskarsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag að Evr­ópu­sam­bandið hefði ekki haft uppi hót­an­ir vegna Ices­a­ve-máls­ins. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks, spurði hana út í um­mæli fjár­málaráðherra frá því í gær.

Þor­gerður vísaði í ræðu fjár­málaráðherra en í henni sagði hann að ESB hefði haft uppi grímu­laus­ar hót­an­ir vegna Ices­a­ve-máls­ins og að end­ur­skoðun Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hefði verið í gísl­ingu vegna máls­ins.

Jó­hanna sagði ein­hvern mis­skiln­ing í gangi. Fjár­málaráðherra hefði vísað til hót­anna Breta á haust­dög­um 2008, þegar þeir hótuðu að segja upp EES-samn­ingn­um. Hún sagðist hins veg­ar ekki vita til þess að ESB hafi verið með nein­ar hót­an­ir í þess­um mál­um.

Þor­gerður sagði for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar enn og aft­ur marg­saga. Hún fór einnig út í mál­flutn­ing stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Ices­a­ve-mál­inu og sagði hann ekki til þess gerðan að koma stjórn­inni frá. „Þið eruð full­fær um að stúta ykk­ur sjálf,“ sagði Þor­gerður.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert