Ísland stefnir í greiðsluþrot

Þór Saari segir erlenda sérfræðinga sammála honum um að Ísland …
Þór Saari segir erlenda sérfræðinga sammála honum um að Ísland stefni í greiðsluþrot. mbl.is/ÞÖK

„Ég átti fund með full­trú­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í dag og þar viður­kenndu þeir að skuld­irn­ar væru hærri en ekki hversu mikið eða hvers vegna,“ seg­ir Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar. Þór seg­ir er­lenda sér­fræðinga að miklu leyti sam­mála hon­um um að Ísland stefni í greiðsluþrot.

Þór sat fund­inn fyr­ir hönd Hreyf­ing­ar­inn­ar sem var um klukku­stund­ar lang­ur en full­trú­ar sjóðsins hittu alla full­trúa stjórn­ar­and­stöðunn­ar á einka­fund­um í dag.

Aðspurður hvort hann hafi geta fengið úr því skorið hjá full­trú­um sjóðsins hvort skuld­ir þjóðarbús­ins væru komn­ar yfir þau 310% sem sjóður­inn áætlaði ný­verið kveðst Þór ekki hafa fengið nein svör við því.

„Þetta eru töl­ur sem að okk­ur finnst mjög ein­kenni­leg­ar,“ seg­ir Þór. „Þetta eru töl­ur um skuldaþol í raun­inni. Upp­runa­lega var skulda­hlut­fallið 160% og þá lýstu þeir því yfir að ef þær færu í 240% yrðu skuld­irn­ar ósjálf­bær­ar. Svo fór það upp fyr­ir það og það var allt í lagi og nú er það komið upp fyr­ir 310%. Þetta eru ein­kenni­leg­ar mæl­ing­ar og ein­kenni­leg­ar rétt­læt­ing­ar hjá þeim. Ég verð að viður­kenna það.“

- Af hverju?

„Í fyrsta lagi vegna þess að þeir skipta um skoðun í hvert ein­asta skipti sem að skuld­irn­ar hækka. Ef skuld­irn­ar færu í 240% átti skuldaþol Íslands að vera orðið ósjálf­bært. Nú er það komið upp í 310% og það hringdi eng­um viðvör­un­ar­bjöll­um. Þeir sögðu bara að þetta væri allt í lagi. Nú er það komið upp fyr­ir 310% og það er enn þá allt í lagi.“

Með aðra sam­setn­ingu en Seðlabank­inn

- Tel­ur þú að ef skuld­irn­ar eru komn­ar upp fyr­ir 310% að við ráðum ekki leng­ur við þær sem þjóðarbú?

„Það er ekki einu sinni vitað hvað er inn í þess­um 310%. Ég var að reyna að fá út úr þeim í dag hvað væri þarna að baki. Þeir eru með öðru­vísi sam­setn­ingu á þess­um skuld­um en Seðlabank­inn. Þeir hafa yf­ir­leitt miðað við brúttóskuld­ir hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og það er yf­ir­leitt sú tala sem að notuð er en núna segja þeir að það þurfi ekki að hafa nein­ar áhyggj­ur af því að nettó skuld­astaðan sé allt í lagi.

En nettó skuld­astaða er aldrei notuð í svona mæl­ing­um. Þeir slá í og úr eft­ir því hvað hent­ar. Ég er menntaður hag­fræðing­ur og ég hef aldrei séð svona töl­ur. Þetta er for­dæma­laust. Bara skuld­ir rík­is­sjóðs eru brjálæðis­leg­ar miðað við hlut­fall af þjóðarfram­leiðslu. Af­borg­an­ir og greiðslur af þeim eru mjög háar.“

Ríkið get­ur ekki borgað skuld­irn­ar

- Get­ur ríkið staðið und­ir þessu?

„Ég held ekki. Ég hef sagt það oft áður. Ég held ekki.“

- Þú vilt sem sagt meina að Ísland stefni í greiðsluþrot?

„Já. Ég vil meina að svo sé. Það varð ljóst fyr­ir tals­vert löngu síðan en menn þrá­ast við. Það stend­ur í skýrslu Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins að skuld­ir Íslands næstu fimm árin eru ekki sjálf­bær­ar.“

„Frá­leit harka“ vegna Ices­a­ve

Innt­ur eft­ir því hvers vegna hann telji að full­trú­ar sjóðsins séu ekki að segja Íslend­ing­um alla sög­una bend­ir Þór á þá kenn­ingu að það sé vegna þrýst­ings af hálfu Breta og Hol­lend­inga sem að þrýst sé á um að staðið verði við skuld­bind­ing­ar vegna Ices­a­ve.

- Jafn­vel þó að full­trú­ar Breta og Hol­lend­inga hjá sjóðnum viti að Ísland stefni mögu­lega í greiðsluþrot?

„Já, jafn­vel. Harka Breta og Hol­lend­inga í þessu máli er nátt­úru­lega al­veg frá­leit. Full­trú­ar sjóðsins viður­kenndu það við mig í dag að það væri ekk­ert at­huga­vert við fyr­ir­var­ana við Ices­a­ve-sam­komu­lagið sem að samþykkt­ir voru í sum­ar og að þeir hefðu lagt að Bret­um og Hol­lend­ing­um að samþykkja þá en þeir gerðu það ekki.“

Þór seg­ir aðgerðir stjórn­valda ganga gegn viðreisn efna­hags­lífs­ins.

„Það er alltaf verið að róa í sömu átt, áfram fram af bjarg­brún­inni. Við krefj­umst þess að rík­is­stjórn­in viður­kenni skulda­stöðu lands­ins og að hún sé ekki sjálf­bær og að það þurfi að leita annarra leiða. Þeim rök­um er hafnað.“

Þór kveðst hafa í síðustu viku verið á fundi hjá OECD þar sem hann hafi fengið tæki­færi til að ræða við er­lenda sér­fræðinga.

„Þeir kom­ast að svipaðri niður­stöðu og ég.“

- Að Ísland stefni í greiðsluþrot?

„Já, að skuld­irn­ar sé orðnar of mikl­ar til að við stönd­um und­ir þeim. Nema hvað að hér er hægt að beita rúm­ensk­um aðferðum og keyra allt niður í ein­hvers kon­ar fá­tækt næstu 20 árin ef að menn vilja. En þá stönd­um við frammi fyr­ir því að við miss­um fólkið úr landi í staðinn. Það dæmi mun ekki ganga upp held­ur.“

Þór Saari.
Þór Sa­ari. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert