Nýtt hvalaskoðunarskip

Hvalaskoðunarskipið Andrea í Reykjavíkurhöfn í dag.
Hvalaskoðunarskipið Andrea í Reykjavíkurhöfn í dag. mbl.is/RAX

Verið er að sigla nýju hvalaskoðunaskipi frá Akranesi til Reykjavíkur sem verður heimahöfn þess. Það er fyrirtækið Hvalalíf ehf. sem gerir skipið út en það er 34 metra langt og tekur allt að 240 farþega.

 „Við höfum verið í hvalaskoðun í þrjú ár og gengið mjög vel. Í ljósi aukinnar umsvifa í ferðamennskunni ákváðum við að endurnýja og stækka við okkur,“ segir Gunnar Leifur Stefánsson sem er eigandi fyrirtækisins ásamt Hilmari Stefánssyni bróður sínum. 

Skipið, sem væntanlegt er að suðurbugt í Reykjavíkurhöfn klukkan 15, nefnist Andrea og samkvæmt upplýsingum frá Hvalalífi er það hið stærsta sem tekið hefur verið í notkun af þessu tagi hér á landi. Skipið er með stórum og breiðum gluggum og miklu útsýnisrými á þilfari. Hægt er að nýta skipið undir veislur og skemmtisiglingar. 

Hvalaskoðunarskipið Andrea í höfn á Akranesi í morgun.
Hvalaskoðunarskipið Andrea í höfn á Akranesi í morgun. mbl.is/Helgi Bjarnason
Gunnar Leifur Stefánsson við skipið í dag.
Gunnar Leifur Stefánsson við skipið í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka