Nýtt hvalaskoðunarskip

Hvalaskoðunarskipið Andrea í Reykjavíkurhöfn í dag.
Hvalaskoðunarskipið Andrea í Reykjavíkurhöfn í dag. mbl.is/RAX

Verið er að sigla nýju hvala­skoðuna­skipi frá Akra­nesi til Reykja­vík­ur sem verður heima­höfn þess. Það er fyr­ir­tækið Hvala­líf ehf. sem ger­ir skipið út en það er 34 metra langt og tek­ur allt að 240 farþega.

 „Við höf­um verið í hvala­skoðun í þrjú ár og gengið mjög vel. Í ljósi auk­inn­ar um­svifa í ferðamennsk­unni ákváðum við að end­ur­nýja og stækka við okk­ur,“ seg­ir Gunn­ar Leif­ur Stef­áns­son sem er eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins ásamt Hilm­ari Stef­áns­syni bróður sín­um. 

Skipið, sem vænt­an­legt er að suður­bugt í Reykja­vík­ur­höfn klukk­an 15, nefn­ist Andrea og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hvala­lífi er það hið stærsta sem tekið hef­ur verið í notk­un af þessu tagi hér á landi. Skipið er með stór­um og breiðum glugg­um og miklu út­sýn­is­rými á þilfari. Hægt er að nýta skipið und­ir veisl­ur og skemmtisigl­ing­ar. 

Hvalaskoðunarskipið Andrea í höfn á Akranesi í morgun.
Hvala­skoðun­ar­skipið Andrea í höfn á Akra­nesi í morg­un. mbl.is/​Helgi Bjarna­son
Gunnar Leifur Stefánsson við skipið í dag.
Gunn­ar Leif­ur Stef­áns­son við skipið í dag.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert