Um 3.400 fyrirtæki teljast í lagi eftir bankahrunið

Fyrstu niðurstöður úttektar Creditinfo benda til þess að um 3.400 fyrirtæki í landinu standi sterkt hvað reksturinn varðar. Þetta eru um 11% þeirra nærri 30 þúsund fyrirtækja sem eru á hlutafélagaskrá.

Flest þessara fyrirtækja eru á höfuðborgarsvæðinu, eða um 2.400, en miðað við heildarfjölda fyrirtækja á hverju landsvæði virðast hlutfallslega flest fyrirtæki vera í lagi á Norðurlandi eystra, eða 15%.

Athugun Creditinfo náði ekki til stærstu bankanna og þau sem ekki komast í þennan flokk stöndugra fyrirtækja eru félög á vanskilaskrá og svonefnd skúffufyrirtæki, eða eignarhaldsfélög sem ekki eru í neinum rekstri.

Sjá nánar í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert