Fá ekki að fara á þingpalla

Alþingishúsið
Alþingishúsið Árvakur/Golli

Hóp­ur úr svo­nefnd­um Siðbót­ar­hópi stend­ur nú fyr­ir utan Alþing­is­húsið og er meinuð inn­ganga, að sögn konu úr hópn­um. Hún sagði að a.m.k. ell­efu manns norpi fyr­ir utan þingið þó að laus sæti séu á áheyr­enda­svæði þing­pall­anna.

Kon­an sagði látið í veðri vaka að sá sem ann­ast gæslu á þing­pöll­um geti ekki tekið við fleir­um en nóg pláss sé á pöll­un­um. Hún sagði að fólkið vilji ein­ung­is fá að fylgj­ast með umræðunni í þing­inu. Þau voru þarna í gær­kvöldi einnig og var þá líka út­hýst.

Kon­an kvaðst hafa setið á þing­pöll­um um stund fyrr í kvöld en brugðið sér út og skilið m.a. hand­tösku sína eft­ir. Síðan hafi hún ekki kom­ist inn aft­ur líkt og hóp­ur fólks sem bíði fyr­ir utan þing­húsið. 

Ekki er fullt á pöll­un­um en fjöldi áheyr­enda samt tak­markaður, að sögn kon­unn­ar. Hún sagði að ef ein­hver yf­ir­gefi þing­pall­ana megi ann­ar koma í hans stað. Þá sagði hún hafa flogið fyr­ir að þetta sé gert að kröfu yf­ir­valda eld­varna, en það hafi ekki feng­ist staðfest. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert