Vilja reisa risaverksmiðju til áburðarframleiðslu

Áburðarsekkir á Akureyri.
Áburðarsekkir á Akureyri. Kristján Kristjánsson

Fé­lagið Fer­til ehf. stefn­ir að bygg­ingu risa­stórr­ar verk­smiðju til fram­leiðslu á áburði og kalíumnítrati hér á landi. Fjár­fest­ing­in yrði ekki und­ir 30 millj­örðum skv. heim­ild­um og raf­orkuþörf­in 350 MW.

Verði þess­ar fram­kvæmd­ir að veru­leika eru einna mest­ar lík­ur tald­ar á að verk­smiðjunni yrði fund­inn staður í Þor­láks­höfn. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að verk­smiðjan fram­leiði 700 þúsund tonn af áburði auk 760 þúsund tonna af kalíumnítrati til út­flutn­ings. Fyrst þarf þó að leysa úr orkuþörf fyr­ir­tæk­is­ins að sögn Eggerts Guðmunds­son­ar, bygg­ing­ar­fræðings og eins for­svars­manna Fer­tils.

Tal­inn er góður markaður fyr­ir afurðirn­ar á alþjóðamarkaði. „Ráðgjaf­ar okk­ar í Bretlandi eru að loka ferl­inu við sölu afurðanna og að tryggja okk­ur hrá­efni til næstu 20 ára,“ seg­ir Eggert.

Með starf­semi verk­smiðjunn­ar yrðu til 150 bein störf, þar af 50 til 60 fyr­ir fólk með hátt mennt­un­arstig. Þá gera áætlan­ir ráð fyr­ir að af­leidd störf yrðu þris­var til fjór­um sinn­um fleiri. Auk þess yrði fjöldi starfa til við stór­skipa­höfn sem reist yrði. ,,Við þyrft­um að flytja inn 500 til 600 þúsund tonn af hrá­efni til fram­leiðslunn­ar og út­flutn­ing­ur­inn yrði um 1,4 millj­ón­ir tonna,“ seg­ir hann.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert