Vilja tryggja aukið eftirlit með lífeyrissjóðum

Þingsalur Alþingis.
Þingsalur Alþingis. mbl.is/Ómar

Frumvarp þar sem lagðar eru til formbreytingar á starfsemi lífeyrissjóða til að tryggja aukið lýðræði, gagnsæi, eftirlit og áhrif sjóðfélaga á starfsemi lífeyrissjóða hefur verið lagt fram á Alþingi.

„Flutningsmenn telja að til að stórauka lýðræði innan lífeyrissjóðanna verði að gera grundvallarbreytingar á því hvernig kjósa eigi í stjórnir þeirra. Þannig verði sjóðfélagar að fá að kjósa fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða beinni kosningu á ársfundi og enn fremur verði helmingaskiptareglunni um að fulltrúar séu tilnefndir af samtökum launþega og samtökum atvinnurekenda vikið til hliðar. Flutningsmenn telja að til þess að tryggja lýðræði og gagnsæi í stjórn lífeyrissjóðanna verði almennir sjóðfélagar að fá tækifæri til að bjóða sig fram til stjórnarsetu að því gefnu að þeir uppfylli hæfisskilyrði til þess.
    

Markmiðið með þessu lagafrumvarpi er að tryggja þetta aukna lýðræði, sjálfstæði eftirlitsaðila gagnvart stjórn og starfsmönnum sjóðanna, sem og aukið gagnsæi og upplýsingaflæði til sjóðfélaga og samfélagsins um fjárfestingar lífeyrissjóða,“ segir í greinargerð með frumvarpinu.

Flutningsmenn eru þau Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Margrét Tryggvadóttir og Magnús Orri Schram.

Nánar á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert