Arion banki boðar breytingar á lánum

Ari­on banki ætl­ar að bjóða viðskipa­vin­um upp á nokkr­ar leiðir sem taka aukið mið af mis­jafnri skulda­stöðu þeirra og því hvort um er að ræða er­lend eða inn­lend hús­næðislán. Höfuðstóll er­lendra íbúðalána get­ur lækkað um allt að 30 pró­sent sam­kvæmt hinum nýju skulda­úr­ræðum bank­ans.

Ekki verður kraf­ist upp­boða vegna van­gold­inna hús­næðislána til loka ár­ins 2010, óháð því hvort um er að ræða inn­lend eða er­lend lán. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi hjá bank­an­um í dag.

Ari­on banki býður viðskipta­vin­um sín­um, sem eru með er­lend hús­næðislán, tvo val­kosti: Að lækka höfuðstól láns­ins um 30 pró­sent og breyta því í fast­eignalán í ís­lensk­um krón­um til allt að 40 ára. Hægt er að fá lánið með 6,0% óverðtryggðum vöxt­um til næstu þriggja ára. Að þeim tíma liðnum fær­ist vaxta­pró­sent­an yfir í bestu fá­an­legu íbúðalána­vexti sem bjóðast hjá bank­an­um.

Eft­ir þessa leiðrétt­ingu láns­ins verður staða þess sú sama og hún var þann 29. sept­em­ber 2008. Það er mat Ari­on banka að þessi leið henti vel þar sem veðhlut­fallið er und­ir 155% af verðmæti hús­eign­ar­inn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Viðskipta­vin­um með er­lend húsæðislán stend­ur líka til boða að Ari­on banki lækki höfuðstól láns­ins í 110% af markaðsvirði eign­ar­inn­ar. Lán­inu er þá breytt í ís­lenskt fast­eignalán, óverðtryggt eða verðtryggt. Lánið ber breyti­lega markaðsvexti verðtryggðra lána, sem eru nú 5,4%, eða breyti­lega markaðsvexti óverðtryggðra lána, sem eru nú 9,75 pró­sent.

Að auki býður bank­inn sér­tæka skuldaaðlög­un sé greiðslu­geta minni en sem nem­ur hinu 110 pró­senta veðhlut­falli. Virði hús­eign­ar­inn­ar miðast við nú­ver­andi markaðsvirði, sem þó get­ur aldrei verið lægra en fast­eigna­mat frá 1. des­em­ber 2009. Það er mat Ari­on banka henti vel þar sem veðhlut­fallið er yfir 155% af verðmæti eign­ar­inn­ar.

Ein­ung­is er unnt að velja aðra af of­an­greind­um leiðum. Í báðum til­vik­un­um er um ný lán að ræða, sem bera þing­lýs­ing­ar­kostnað fyr­ir lán­tak­end­ur. Báðar leiðirn­ar gera hins veg­ar ráð fyr­ir allt að 30 til 40 pró­senta lækk­un­um á höfuðstól nú­ver­andi lána.

„Þeir sem eru með inn­lend íbúðalán hjá Ari­on banka gefst kost­ur á lækk­un höfuðstóls í 110% af markaðsvirði hús­eign­ar­inn­ar. Vaxta­kjör láns­ins hald­ast óbreytt og þar sem áfram verður um sama lán að ræða er ekki um neinn þing­lýs­ing­ar­kostnað að ræða. Auk lækk­un­ar á höfuðstól lána býður bank­inn viðskipta­vin­um með inn­lend íbúðalán upp á sér­tæka skuldaaðlög­un. Þá miðast virði eigna við nú­ver­andi markaðsvirði, sem þó get­ur aldrei verið lægra en fast­eigna­mat frá 1. des­em­ber 2009. Fjórði val­kost­ur­inn sem Ari­on banki býður viðskipta­vin­um sín­um er að greiða ein­göngu vexti af fast­eignalán­um sín­um í allt að eitt ár. Mánaðarleg­ar greiðslur geta þá lækkað um 10 til 25 pró­sent, allt eft­ir lengd láns­tím­ans," sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka