Catalina önnur kvennanna

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu mbl.is/Sverrir

Ca­tal­ina Mikue Ncogo er önn­ur kvenn­anna sem sit­ur í gæslu­v­arðhaldi grunuð um aðild að man­sali og að hafa haft milli­göngu um vændi, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is.

Ca­tal­ina var fyrr í vik­unni dæmd í í tveggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir hór­mang og brot gegn fíkni­efna­lög­gjöf­inni. Dóm­ur­inn sýknaði hana af ákæru um man­sal. Að sögn lög­manns Ca­talínu eft­ir upp­kvaðningu dóms­ins mun hún áfrýja dómn­um til Hæsta­rétt­ar.

Í dómn­um frá því fyrr í vik­unni kem­ur fram að Ca­tal­ina hafi staðið inn­flutn­ingi á um fjög­ur hundruð grömm­um af kókaíni til lands­ins sem aðrir voru fengn­ir til að flytja til lands­ins auk þess að halda úti vænd­is­starf­semi.

Ca­tal­ina var í dag  úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald til 11. des­em­ber að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt ann­arri konu um tví­tugt.

Rann­sókn máls­ins hef­ur staðið yfir und­an­farn­ar vik­ur og í tengsl­um við hana hef­ur lög­regl­an lokað fyr­ir vænd­is­starf­semi í húsi í miðborg­inni, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Áður­nefnd­ar kon­ur voru hand­tekn­ar í gær en sam­hliða voru fram­kvæmd­ar hús­leit­ir á tveim­ur stöðum en á öðrum þeirra fannst lít­il­ræði af fíkni­efn­um.

A.m.k. þrjár aðrar kon­ur koma við sögu í  mál­inu en þær eru tald­ar hafa lagt stund á vændi. Um­rædd­ar kon­ur eru all­ar á fer­tugs­aldri og af er­lendu bergi brotn­ar. Mál einn­ar þeirr­ar er jafn­framt rann­sakað sem man­sals­mál en kon­urn­ar þrjár hafa verið færðar til skýrslu­töku hjá lög­reglu. Rann­sókn­in tek­ur einnig til þeirra sem keyptu kyn­lífsþjón­ust­una sem veitt var.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert