Ekkert samkomulag

Bjarni Benediktsson á Alþingi
Bjarni Benediktsson á Alþingi Árni Sæberg

Engin niðurstaða varð af fundi formanna flokkanna á Alþingi um lyktir Icesave umræðunnar og skipulag þingstarfanna nú eftir hádegi.

„Ágreiningurinn snýst um að við teljum að það væri skynsamlegt af ríkisstjórninni að taka önnur mál á dagskrá samhliða Icesave-frumvarpinu, til að liðka fyrir þingstörfunum í mánuðinum og því sem framundan er. Ríkisstjórnin neitar að gera það nema annarri umræðu um Icesave ljúki fyrst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og þingflokksformaður Hreyfingarinnar hafa boðað til blaðamannafundar kl. 15 til að ræða stöðu Icesave-málsins og áherslur flokkanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert