Gagnrýnir viðbrögð Steingríms

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gagn­rýn­ir Stein­grím J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra fyr­ir þau um­mæli hans að þeir sem haldi því fram að skuld­ir þjóðarbús­ins séu meiri en talið hafi verið fari með dylgj­ur, þar með talið Þór Sa­ari sem ráðherr­ann væn­ir um hræðslu­áróður.

„Þau er í raun­inni öll á sama veg. Í hvert skipti sem að bent er á eitt­hvað í meg­in­at­riðum þessa máls og þannig er það búið að vera mánuðum að sam­an – atriði sem að varða efna­hags­lega framtíð lands­ins – að þá er það slegið út af borðinu með því annað hvort að draga úr trú­verðug­leika þeirra manna sem eru að benda á þetta, sama hver það er, þó það séu heimsþekkt­ir pró­fess­or­ar og jafn­vel nó­bels­verðlauna­haf­ar, eða þá að því er ein­fald­lega lýst yfir að menn séu ekki sam­mála. Það er ekki ráðist í rök­ræðu um málið og það birt­ist til dæm­is í þing­inu þessa dag­ana þar sem að eng­inn stjórn­ar­liði fæst til að halda ræðu um af­stöðu sína til Ices­a­ve-máls­ins."

Sig­mund­ur vík­ur því næst að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.

„Það er al­veg með ólík­ind­um það sem að Lilja Móses­dótt­ir og Ólaf­ur Arn­ar­son og þessi hóp­ur sem að hitti Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn í dag hef­ur eft­ir full­trú­um sjóðsins að aðferðin sem hann hafi notað til að áætla hverj­ar verði gjald­eyris­tekj­ur Íslend­inga næstu árin hafi verið sú að áætla hvaða gjald­eyri við mun­um þurfa til að borga af Ices­a­ve.

Og það hafi síðan orðið það sem að þeir hafi áætlað að yrði af­gang­ur­inn næstu árin þrátt fyr­ir að sá af­gang­ur myndi þýða að það væri marg­fald­ur metaf­gang­ur af út­flutn­ingi ár eft­ir ár."

– Hvað hef­urðu um þetta að segja?

„Þetta finnst mér al­veg lýs­andi fyr­ir það hvernig allt þetta mál hef­ur verið unnið og eru að mínu mati mjög slá­andi frétt­ir en þó í fullu sam­ræmi við það sem að hefði mátt vænta. Því að svona var líka upp­leggið í skýrslu Seðlabank­ans, sem var reynd­ar gagn­rýnd mjög af Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands.

Bæði hjá sjóðnum og bank­an­um er gert ráð fyr­ir marg­föld­um metaf­gangi af út­flutn­ingi og nú virðist vera ljóst að það sé gert ein­göngu til þess að rétt­læta það að menn taki á sig Ices­a­ve-skuld­irn­ar, á meðan aðrir, óháðir aðilar hafa lagt fram skýrsl­ur sem að sýna svart á hvítu að það sé nán­ast ómögu­legt að verða sér út um næg­an gjald­eyri til þess að standa und­ir þessu og reka um leið eðli­legt þjóðfé­lag. Ég tel það sé ein­mitt svona sem að menn hafi unnið hlut­ina og það er nátt­úru­lega al­veg stóral­var­legt mál."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert