Hundruð milljarða með skuldsettri yfirtöku

„Það er búið að leggja skuldir upp á hundruð milljarða á atvinnulífið með skuldsettum yfirtökum. Þetta er stór hluti af þeim vanda sem við er að eiga í dag. Þessar miklu skuldir veikja atvinnulífið.“ Þetta segir Aðalsteinn Hákonarson, sérfræðingur hjá embætti ríkisskattstjóra.

Hann gagnrýnir þessar yfirtökur, sérstaklega vegna þess að með þeim séu skuldir fyrirtækjanna auknar til mikilla muna. Flestar þessar yfirtökur séu gerðar án þess að menn leggi mikið eigið fé inn í fyrirtækin. Sum fyrirtæki hafi gengið í gegnum þetta oftar en einu sinni á undanförnum árum og skuldirnar hækki í hvert sinn.

Aðalsteinn segir að í sumum nágrannalöndum okkar séu ákvæði í lögum sem þrengi möguleika til skuldsettrar yfirtöku.

Við skuldsettar yfirtökur hækkar oftast nær liður í bókhaldi sem kallaður er óefnislegar eignir. Aðalsteinn sagði að oft væri ekki mikið á bak við þessa eign. Hann sagðist stundum hafa leyft sér að kalla þetta „facelift“ í efnahagsreikningi. Án þessa liðar væri eigið fé fyrirtækjanna oft neikvætt.

Sjá nánar um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka