Jólastemning á Thorsplani

Fjölmenni var í Jólaþorpinu í kvöld.
Fjölmenni var í Jólaþorpinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Það var líf og fjör í Jólaþorpinu á Thorsplani í Hafnarfirði í kvöld, en þar er búið að koma fyrir 20 jólahúsum. Þar verður einnig nóg um að vera um helgina. Þar er hægt að versla auk þess sem gestir og gangandi geta komið sér í réttu jólastemninguna með því að heimsækja þorpið.

Á morgun mun m.a. hljómsveitirnar Buff, Borgarbörn, Paparnir og tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson stíga á svið og skemmta gestum Jólaþorpsins.

Á sunnudeginum munu Magnús H. Sigurðsson, hljómsveitin Á móti sól og Nóri stíga á stokk og skemmta á sviðinu.  Um kl. 15 á sunnudag verður gestum þorpsins boðið á jólaball þar sem Grýla og jólasveinar munu koma og taka þátt í dansinum í kringum jólatréð.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert