Krefjast þess að Icesave verði vísað frá

Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgitta Jónsdóttir á fundi …
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgitta Jónsdóttir á fundi með blaðamönnum í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og þingflokksformaður Hreyfingarinnar lýstu því yfir á blaðamannafundi, sem er nýlokið, að þeir muni krefjast þess að frumvarpi fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninganna verði vísað frá Alþingi og til ríkisstjórnarinnar til frekari meðferðar.
 
Vilja að ESB miðli málum

Stjórnarandstaðan telur að ríkisstjórninni beri að taka upp viðræður við Evrópusambandið í þeim tilgangi að það hafi milligöngu um að leiða deilu þjóðanna til lykta á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Verði ekki á það fallist beri að hafna öllum kröfum um ríkisábyrgð þannig að Bretar og Hollendingar þurfi  að sækja kröfur sínar á hendur íslenska ríkinu fyrir íslenskum dómstólum.

„Þetta mál snýst um ekki minna en árás á sjálfstæði þjóðarinnar. Umræðan síðustu daga hefur snúist um formið frekar en málið sjálft," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á blaðamannafundinum.

Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna segja fjölmörg atriði enn standa útaf í umræðunni um málið og mikilvægt sé að ræða málið í botn. Ræðuhöld þeirra nú komi ekki til vegna gloppu í þingskapalögum heldur sé mikilvægt að tefla öllum röksemdum fram og nýjar upplýsingar í málinu bætist stöðugt við. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert