Sakar Straum-Burðarás um svik

Magnús Þorsteinsson.
Magnús Þorsteinsson. mbl.is/Eyþór

Magnús Þorsteinsson, fyrrverandi viðskiptafélagi Björgólfsfeðga, sakar Straum-Burðarás fjárfestingarbanka um svik, með því að draga hann til persónulegrar ábyrgðar vegna 930 milljóna króna sjálfskuldarábyrgðar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Aðalmeðferð í skuldamáli þrotabús Straums-Burðaráss á hendur Magnúsi Þorsteinssyni fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag.

Bankinn veitti BOM fjárfestingafélagi, ríflega eins milljarða króna lán í október 2005, til að kaupa fimm prósenta hlut í Icelandic Group með veði í bréfunum sjálfum, en Magnús var þar stærsti hluthafi. Félag í eigu hans keypti síðar BOM síðla árs 2007 og skrifaði Magnús upp á sjálfskuldarábyrgð vegna umrædds láns í janúar í fyrra, 930 milljónir króna. Fjárhæðin var það sem munaði á uppgreiðsluverðmæti lánsins og verðgildi hlutabréfanna, sem voru þá metin á um 400 milljónir króna, að því er fram kemur á vef RÚV.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert