Samþykkt að ræða önnur mál

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Heiðar

Samkomulag hefur náðst á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðu að ræða önnur mál en Icesave-samkomulagið á Alþingi. Gert var hlé á Icesave-umræðunni um kl. 21:30 í kvöld og eru önnur mál nú til umræðu.

„Það er komið ákveðið samkomulag um það hvernig málsmeðferðin verður næstu daga, “ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins. 

Hann segir að ekki sé búið að fullmóta málsmeðferðina en „það er góður andi á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að reyna að ljúka málum og koma öðrum málum á dagskrá,“ segir hann. „Þetta er samkomulag um að koma málum í gang,“ segir Sigurður.

„Það verður þingfundur á fyrramálið og þá verða bæði Icesave og skattamál rædd í bland,“ segir Árni Þór Sigurðsson, varaformaður þingflokks VG. Engin þingfundur verður á sunnudag en umræðurnar munu svo hefjast á ný á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka