Segja sparnað í lýsingu skapa hættu

SFF telja sparnað í lýsingu geta valdið slysum
SFF telja sparnað í lýsingu geta valdið slysum mbl.is/Rax

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) vekja at­hygli á því að sú ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar að minnka viðhald og tak­marka lýs­ingu á göt­um borg­ar­inn­ar í sparnaðarskyni get­ur haft veru­lega hættu í för með sér. Vegna veður­skil­yrða og vetr­ar­skamm­deg­is er þörf á góðri götu­lýs­ingu, en börn og aðrir gang­andi veg­far­end­ur eru gjarn­an á ferð í ljósa­skipt­un­um.

Árið 2008 voru um 3500 um­ferðartjón á höfuðborg­ar­svæðinu. Í þeim tjón­um slösuðust 1500 ein­stak­ling­ar og áætlaður kostnaður vegna þeirra slysa er 14,2 millj­arðar króna.

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja hvetja borg­ar­yf­ir­völd til þess að end­ur­skoða ákvörðun um að draga úr götu­lýs­ingu, svo forðast megi dýr­keypt slys.
Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja eru heild­ar­sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja á Íslandi, þar með talið vá­trygg­inga­fé­laga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert