Skuldabyrði þjóðarinnar eykst frá síðustu áætlun

Icesave-skuldbindingunni mótmælt fyrir framan Stjórnarráðið.
Icesave-skuldbindingunni mótmælt fyrir framan Stjórnarráðið. Árni Sæberg

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru erlendar skuldir Íslendinga um 350% af þjóðarframleiðslu og því 40% meiri en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlaði í október.

„Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem eru staddir hér, viðurkenna að skuldabyrði Íslands sé meiri en fram hefur komið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fundaði með fulltrúunum í gær.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir ríkið ráða við skuldirnar sem sjóðurinn áætlaði nýverið að væru 310% af þjóðarframleiðslu.

„Talan 310% vísar til heildarskulda Íslendinga, bæði einkageirans og ríkisins. Mikið af þeim verður afskrifað á næstu misserum í tengslum við uppgjör gömlu bankanna, hrun eignarhaldsfélaga og annað þvíumlíkt. Þær lenda að verulegu leyti á útlendingum. Það sem skiptir máli fyrir okkur eru skuldir ríkissjóðs og þær eru töluverðar. En eins og kom fram í skýrslu sjóðsins eru þær þó ekki ennþá út úr neinum kortum miðað við það sem gengur og gerist í ýmsum löndum. Það er ekkert nýtt að koma fram í þessu núna.“

Sjá nánari umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert