Skuldir ríkissjóðs örlítið lægri

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Eggert Jóhannesson

Nýju mati Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á er­lendri skulda­stöðu Íslands er ekki lokið, en miðað við nýj­ustu upp­lýs­ing­ar eru skuld­ir rík­is­sjóðs ör­lítið lægri en þegar fyrsta end­ur­skoðunin á efna­hags­áætl­un Íslands fór fram. Það skýrist af kaup­um skila­nefnda Glitn­is og Kaupþings á Íslands­banka og Ari­on banka. Það þýðir að  ríkið þarf ekki leng­ur að dæla fé inn í nýju bank­ana.

Í til­kynn­ingu sem sendi­nefnd Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hef­ur sent frá sér kem­ur fram að vegna frétta sem birst hafi í fjöl­miðlum í morg­un þá telji sendi­nefnd­in að hún verði að birta nokkr­ar staðreynd­ir um skulda­stöðu ís­lenska þjóðarbús­ins.

Mati á skulda­stöðu Íslend­inga sé ekki lokið og enn sé verið að fara yfir stöðuna í sam­starfi við ís­lensk stjórn­völd. Fram hafi komið nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem í sum­um til­vik­um hækki skuld­ir en í öðrum til­vik­um lækki þær. Vinnu við matið sé ekki lokið. 

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að ekk­ert hafi enn komið fram sem bendi til þess að Ísland geti ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Að lok­um biður sendi­nefnd­in fjöl­miðla að hafa það í huga að hægt sé að hafa sam­band við sendi­nefnd­ina ef eitt­hvað sé óljóst varðandi staðreynd­ir. Það  geti komið í veg fyr­ir mis­skiln­ing.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka