Munur á matvöruverði á Íslandi og á Spáni hefur minnkað mikið. Í verðkönnun sem Morgunblaðið gerði í matvöruverslunum í Torriveja á Spáni og á Íslandi í vikunni kom fram aðeins 17% verðmunur Íslandi í óhag.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins frá árinu 2007 var matvöruverð 68% hærra á Íslandi en á Spáni.
Gengisfall krónunnar hefur gerbreytt öllum samanburður á matvöruverði á Íslandi og öðrum Evrópuríkjum.
Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.