Akureyrarflugvöllur 55 ára

Akureyrarflugvöllur er 55 ára í dag.
Akureyrarflugvöllur er 55 ára í dag. Flugstoðir/Hörður Geirsson

Ak­ur­eyr­arflug­völl­ur var vígður með hátíðleg­um hætti fyr­ir 55 árum, þann 5. des­em­ber 1954. Snæf­axi, Douglas-flug­vél Flug­fé­lags Íslands, lenti þann dag fyrst flug­véla á flug­vell­in­um í Eyja­fjarðar­hólm­um. Fáum mín­út­um síðar lenti þar Gunn­faxi, flug­vél sömu gerðar.

Þar með var draum­ur Eyf­irðinga og annarra flugáhuga­manna um góðan flug­völl norðan heiða orðinn að veru­leika, að því er fram kem­ur í frétt frá Flug­stoðum.

„Í ræðu sem Ingólf­ur Jóns­son, þáver­andi flug­málaráðherra, hélt í til­efni dags­ins gat hann þess að “völl­ur­inn væri bú­inn öll­um ný­tízku ör­ygg­is­tækj­um og þar á meðal rat­sjár­tækj­um og væri fyrsti ís­lenzki flug­völl­ur­inn sem þau tæki hefði til af­nota.”

Upp­bygg­ing Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar hófst árið1952 þegar Ak­ur­eyr­ar­kaupstaður af­salaði sér landi und­ir flug­völl­inn til Flugráðs fyr­ir hönd rík­is­sjóðs. Næstu tvö ár var unnið að gerð flug­braut­ar­inn­ar sem var upp­haf­lega 1000 metr­ar. Síðan hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar og síðasta sum­ar kláruðust fram­kvæmd­ir við flug­völl­inn þar sem flug­braut­in var lengd um 460 metra til suðurs og er nú 2400 metr­ar að lengd. Heild­ar­lengd flug­braut­ar með ör­ygg­is­svæðum er þar með orðin 2700 metr­ar.“

Hef­ur starfað í 46 ár á Ak­ur­eyr­arflug­velli
„Ell­efu árum eft­ir að flug­völl­ur­inn var tek­in í notk­un eða í júní árið 1963 hóf Þór­hall­ur Sig­tryggs­son störf sem radíó­virki á Ak­ur­eyr­arflug­velli, Þór­hall­ur er ennþá, 46 árum síðar, starf­andi á flug­vell­in­um. Þegar Þór­hall­ur er spurður hvernig það kom til að hann hóf störf á flug­vell­in­um kem­ur í ljós að upp­haf­lega hafi hann verið ráðinn til eins árs.

„Það var Arn­grím­ur Jó­hann­es­son, sem þá var starfsmaður Flug­mála­stjórn­ar Íslands á flug­vell­in­um, sem fékk mig til að leysa sig af í eitt ár þar sem hann ætlaði í nám.” Þór­hall­ur sem hafði þá ný­lokið námi í út­varps­virkj­un tók sig til flutti til Ak­ur­eyr­ar í fram­haldi af því og hef­ur búið þar æ síðan.

Þór­hall­ur sagði enn­frem­ur að starfið hefði breyst í gegn­um tíðina „nú orðið sé sama hvaða raf­tæki væri um að ræða, upp­töku­tæki, mót­tak­ara, eða radar, allt inni­héldi tölvu­búnað”. Þró­un­in í fræðunum hafi þó verið sam­felld og hann hafi fylgst vel með henni.

Þegar hann er spurður um hvaða breyt­ing­ar hefðu haft mest áhrif á flug­vell­in­um sjálf­um sagði hann að það hefði án efa verið þegar blindaðflugið gat orðið komið beint úr suðri en það hefði verið af­ger­andi breyt­ing fyr­ir flug­völl­inn.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert