Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi

Sumarmynd úr Hólavallagarði við Suðurgötu - myndin tengist fréttinni ekki …
Sumarmynd úr Hólavallagarði við Suðurgötu - myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti mbl.is/Valdís Þórðardóttir

„Við mun­um leita allra ráða til að stöðva þetta,“ seg­ir Þór­steinn Ragn­ars­son, for­stjóri Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæma, um starf­semi Drauga­ferða, sem skipu­leggja göng­ur um kirkju­g­arðinn við Suður­götu og segja ferðamönn­um ósann­ar hryll­ings­sög­ur af raun­veru­legu fólki.

Stjórn garðanna mun funda með lög­manni til að sjá til hvaða ráða megi taka. „Það sjá all­ir sann­gjarn­ir menn að svona mála­til­búnaður, eins og hafður er í frammi þarna, er ekki líðandi að haldi áfram,“ seg­ir Þór­steinn. Í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í gær sagði Þór Magnús­son, fyrr­ver­andi þjóðminja­vörður, frá því að ein sag­an sner­ist um hálf­syst­ur hans, sem lést sex ára vegna sprung­ins botn­langa. Voru henni þar gerð upp hörmu­leg ör­lög og hún sögð aft­ur­ganga. Jafn­framt var beðið fyr­ir henni í drauga­ferðunum.

Ragn­heiður Björns­dótt­ir, formaður Fé­lags leiðsögu­manna, seg­ir að fram­ferði þeirra sem sjá um drauga­ferðirn­ar sé greini­lega ekki í neinu sam­ræmi við siðaregl­ur fé­lags­ins og að Jón­as Frey­dal hjá Drauga­ferðum sé ekki meðlim­ur í Fé­lagi leiðsögu­manna. Hún viti ekki til þess að hann sé lærður leiðsögumaður.

„Við höf­um bar­ist fyr­ir því að ein­ung­is fólk sem hef­ur fengið til­hlýðilega mennt­un sinni leiðsögn,“ seg­ir Ragn­heiður. „Marg­ir hafa enga þekk­ingu á því sem þeir eru að fjalla um. Þetta er langt frá því sem lærðir leiðsögu­menn myndu gera. Við búum ekki til sög­ur um raun­veru­legt fólk.“

Ásdís Ásgeirs­dótt­ir
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert