Yfir 220 manns mættu á opinn borgarafund í Egilsbúð á Neskaupstað í gær. Í Norðfirði búa um 1.400 manns. Fundarefnið var fyrirhuguð lokun bæjarskrifstofu Fjarðarbyggðar í bænum en bæjarráð ákvað að flytja hana á Reyðarfjörð.
Fundurinn samþykkti áskorun til bæjarfulltrúa um að endurskoða ákvörðunina. Á bæjarskrifstofunni vinna 11 manns.
Flutningurinn var m.a. skýrður með því að að skrifstofan sé í heilsuspillandi húsnæði. Á fundinum kom fram að leigusalinn bjóði húsnæðið leigulaust þar til það hefur verið lagað. Helga Jónsdóttir bæjarstýra mætti ekki á fundinn. Fundarmenn púuðu hressilega þegar formaður bæjarráðs flutti fundinum kveðju hennar.