Bæjarbúar á Húsavík fylltu kirkjuna á staðnum síðdegis þegar kirkjukór Húsavíkurkirkju hélt sína árlegu aðventutónleika ásamt karlakórnum Hreimi. Kórarnir hófu tónleikana saman en sungu síðan jólalög hvor í sínu lagi undir stjórn kórstjóranna Judit Györgi og Aladár Rácz.
Kórarnir, alls áttatíu söngvarar, sameinuðust síðan og sungu Heims um ból ásamt kirkjugestum áður en gengið var út í kvöldmyrkrið. Tónleikarnir voru tileinkaðir minningu Hreiðars Karlssonar sem lést sl. sumar en hann söng lengi vel með kirkjukórnum.