Kröfufundur á Austurvelli

Milli 300 og 400 manns eru á kröfufundinum á Austurvelli.
Milli 300 og 400 manns eru á kröfufundinum á Austurvelli. Ómar Óskarsson

Milli 300 og 400 manns eru á kröfufundi Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og Nýs Íslands á Aust­ur­velli, að mati frétta­manns mbl.is. Fund­ur­inn hófst kl. 15. Ræðumenn eru Ein­ar Már Guðmunds­son rit­höf­und­ur, Bjarki Stein­gríms­son, vara­formaður VR og Axel Ax­els­son úr stjórn Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Þór Sa­ari alþing­ismaður steig í ræðustól Alþing­is laust fyr­ir klukk­an þrjú og lagði til að for­seti frestaði þing­fundi svo þing­menn gætu kom­ist á fund­inn á Aust­ur­velli og andað að sér fersku lofti eft­ir lang­ar set­ur á þing­fund­um und­an­farna daga. 

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, sem stýrði þing­fundi, sagði að ákveðið hafi verið að halda þing­fundi áfram fram eft­ir degi. Því var ekki gert fund­ar­hlé á Alþingi. Þar ræða alþing­is­menn nú ráðstaf­an­ir í skatta­mál­um. Þór Sa­ari brá sér þó und­ir bert loft og var í hópi fund­ar­manna á Aust­ur­velli.

Lúðvík Lúðvíksson stýrir útifundinum á Austurvelli.
Lúðvík Lúðvíks­son stýr­ir úti­fund­in­um á Aust­ur­velli. Ómar Óskars­son
Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boðuðu til kröfufundarins.
Hags­muna­sam­tök heim­il­anna og Nýtt Ísland boðuðu til kröfufund­ar­ins. Ómar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert