Kröfufundur á Austurvelli

Milli 300 og 400 manns eru á kröfufundinum á Austurvelli.
Milli 300 og 400 manns eru á kröfufundinum á Austurvelli. Ómar Óskarsson

Milli 300 og 400 manns eru á kröfufundi Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands á Austurvelli, að mati fréttamanns mbl.is. Fundurinn hófst kl. 15. Ræðumenn eru Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Bjarki Steingrímsson, varaformaður VR og Axel Axelsson úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Þór Saari alþingismaður steig í ræðustól Alþingis laust fyrir klukkan þrjú og lagði til að forseti frestaði þingfundi svo þingmenn gætu komist á fundinn á Austurvelli og andað að sér fersku lofti eftir langar setur á þingfundum undanfarna daga. 

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem stýrði þingfundi, sagði að ákveðið hafi verið að halda þingfundi áfram fram eftir degi. Því var ekki gert fundarhlé á Alþingi. Þar ræða alþingismenn nú ráðstafanir í skattamálum. Þór Saari brá sér þó undir bert loft og var í hópi fundarmanna á Austurvelli.

Lúðvík Lúðvíksson stýrir útifundinum á Austurvelli.
Lúðvík Lúðvíksson stýrir útifundinum á Austurvelli. Ómar Óskarsson
Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boðuðu til kröfufundarins.
Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland boðuðu til kröfufundarins. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert