Ljós verða tendruð á Hamborgartrénu á Miðbakkanum í dag kl. 17 Þetta er í 44. sinn sem Hamborgarhöfn sendir jólatré til Reykjavíkur.
Árleg afhending trésins er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir myndarlegar matargjafir til stríðshrjáðra barna í Hamborg eftir síðari heimstyrjöldina. Upphafsmenn þessa siðar voru blaðamennirnir Hermann Schlünz og Werner Hoening.
Við afhendinguna mun skólakór Kársnesskóla syngja jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Eftir athöfnina á Miðbakka verður boðið uppá heitt súkkulaði og annað góðgæti í Listasafni Reykjavikur.