Mansal vaxandi vandi

„Mansalsmál eru hér á landi sem annarsstaðar vaxandi vandamál í glæpastarfsemi og við höfum fókus á þeim eins og öðrum brotamálum. Okkur berast stöðugt upplýsingar og vísbendingar og vinnum úr þeim,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Tvær konur hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 11. desember að kröfu lögreglu. Konurnar, önnur um tvítugt en hin um þrítugt, eru grunaðar um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Báðar eru íslenskir ríkisborgarar. Lögreglan hefur vegna þessa máls lokað fyrir vændisstarfsemi í húsi í miðborginni.

Catalina Mikue Ncogo er önnur kvennanna sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Hún var fyrr í vikunni dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöf. Dómurinn sýknaði hana af ákæru um mansal.

Þrjár aðrar konur koma við sögu í málinu en þær eru taldar hafa stundað vændi. Þær eru allar á fertugsaldri og af erlendu bergi brotnar. Mál einnar er jafnframt rannsakað sem mansal. Ekki eru tengsl milli þessa mansalsmáls og sambærilegs máls á Suðurnesjum nýlega, að sögn Stefáns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert