Mótmæla fækkun ráðuneyta

Samtök ungra bænda vilja ekki að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti verði …
Samtök ungra bænda vilja ekki að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti verði lagt niður. mbl.is

Stjórn Samtaka ungra bænda fordæmir þær fyrirætlanir forsætisráðherra að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í núverandi mynd, að því er segir í ályktun stjórnarinnar.

Ungir bændur telja það óæskilegt að leggja niður það ráðuneyti sem fer með málefni þessarra tveggja frumframleiðslugreina. Það þykir  einsýnt að á næstu árum verði að leggja mikla áherslu á að tryggja mætvælaöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.

„Málefni landbúnaðar og sjávarútvegs skipa veigamikinn sess í íslensku samfélagi og telur stjórn Samtaka ungra bænda því fráleitt að leggja niður ráðuneyti  landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. Skora því Samtök ungra bænda á forsætisráðherra að endurskoða þessa ákvörðun sína og hætta tafarlaust allri vinnu við að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert