Óvissa um 54 störf

Varnarmálastofnun
Varnarmálastofnun mbl.is/RAX

Óvissa ríkir um hvað verður um störf 54 starfsmanna Varnarmálastofnunar þegar hún verður lögð niður á næsta ári, að því er fréttavefur Víkurfrétta bendir á. Nú starfa 47 í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Ásbrú í Reykjanesbæ og sjö starfa við ratsjárstöðvar stofnunarinnar á Bolafjalli, í Stokksnesi og á Gunnólfsvíkurfjalli

Sem kunnugt er ákvað ríkisstjórnin í gær að leggja Varnarmálstofnun niður þegar á næsta ári. Víkurfréttir benda á að ekki komi fram í tilkynningu utanríkisráðuneytisins hvað verður um þessa 54 starfsmenn.

Samkvæmt tilkynningunni á að skipa starfshóp fimm ráðuneyta til að undirbúa það að leggja stofnunina niður og flytja verkefni hennar til annarra borgaralegra stofnana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert